Skilmálar

  1. Um okkur

 Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra (áður landssamband fatlaðra) samanstendur af 12 Sjálfsbjargarfélögum sem eru dreifð um landið. Í 2. grein laga samtakanna segir  “Hlutverk Sjálfsbjargar er að vinna að fullkominni þátttöku og jafnrétti hreyfihamlaðs fólks á Íslandi og eftir atvikum annarra fatlaðra og gæta réttinda og hagsmuna þess. Sérstaklega skal unnið að því að tryggja hreyfihömluðum félagsmönnum sem öðrum aðgengi að mannvirkjum, umhverfi, menntun, atvinnu og upplýsingum. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er leiðarljós í vinnu Sjálfsbjargar.”

  1. Afhending/Afgreiðslutími

Hægt er að greiða fyrir pöntun með VISA, MASTERCARD og AMEX í greiðslugátt SaltPay. 

 

Eftir að vara hefur verið greidd, ábyrgjumst við að hún verði póstlögð næsta virka dag. Kjósi kaupandi að sækja pöntun í verslun okkar að Hátúni 12, er hún tilbúin til afhendingar eigi síðar en næsta virka dag.

Sjálfsbjörg tekur ekki ábyrgð á vörunni eftir að hún hefur verið póstlögð.

  1. Afhending vöru

Við sendum hvert á land sem er með Dropp eða á þitt næsta pósthús þegar greitt er fyrir vöru í vefverslun**

Sjálfsbjörg styðst við þjónustu Dropp og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningskilmálar Dropp um dreifingu og afhendingu. Það má lesa um þá hér: https://www.dropp.is/

Einnig er hægt að sækja vörur í verslun okkar að Hátúni 12

  1. Vöruskil

14 daga skilaréttur er á öllum vörum í vefverslun, vara þarf að vera óskemmd og með áföstum merkimiðum.

Vara sem afgreidd er í vefverslun má skila gegn endurgreiðslu sé hún póstlögð innan viku  frá móttöku. Nauðsynlegt er að tilkynna vöruskil á netfangið bokhald@sjalfsbjorg.is Sé vöru skilað gegn endurgreiðslu ber kaupandi allan sendingarkostnað, þ.m.t útlagðan kostnað seljanda. Að öðrum kosti er hægt að skila vöru í verslun gegn inneignarnótu innan 14 daga frá kaupum.

  1. Verð

Öll verð eru reiknuð með virðistaukaskatti – VSK.

  1. Lög um varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Sjálfsbjörg Landsambandi hreyfihamlaðra á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.

  1. Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.